188 - Sannleikans andi
Sannleikans andi,
lát sannleikans ljós þitt oss skína,
send oss í myrkrunum
himnesku geislana þína,
sannleikans sól,
sjálfs Guðs að hátignarstól
lát þú oss leiðina sýna.
Kærleikans andi,
hér kom með þinn sólaryl blíða,
kveik þú upp eld þann,
er hjartnanna frost megi þíða.
Breið yfir byggð
bræðralag, vinskap og tryggð.
Lát það vorn lífsferil prýða.
Friðarins andi,
á friðarins brautir oss leiddu,
friða þú hjörtun
og sundrunga stormunum eyddu,
fær oss þinn frið
föður vorn himneskan við,
heimför til hans loks oss greiddu.
Heilagur andi,
þér heilagt bygg musteri' á jörðu,
heilagan söfnuð
og flekklausan kristnina gjörðu.
Heilagra hnoss
hlotnast um síðir lát oss
Drottins með heilagra hjörðu.
Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Valdimar Briem