185 - Drottins andi, dýrðarbál
Drottins andi, dýrðarbál,
daga þú í minni sál.
Orðíð Guðs, mitt innra ljós
opna sjónar minnar rós.
Lífsins andi, ljósið þitt
Ijómi gegnum hjarta mitt,
eins og sólin signir völl,
sjálfselskan svo farist öll.
Helgi andi, elskan þín
Innri gæði veki mín,
svo að aðrir, hvar ég fer,
hljóta megi gott af mér.
Helgi andi, réttvís ráð
ráð þú mér og sanna dáð,
ver mér lög, svo vilji og önd
verði frjálst, þótt reyri bönd.
Helgi andi, fær mér frið,
friðinn Guðs mig sjálfan við,
storma, hret og stóran sjá
stilltu brautum lífs míns á.
Helgur andi, hrífi þín
himnesk gleði sálu mín.
Ver mín heilög heilsulind,
hnoss og líf og fyrirmynd.
Höfundur lags: L. M. Gottschalk
Höfundur texta: Matthías Jochumsson