183 - Anda þú, Andi Guðs
Anda þú, Andi Guðs,
auðga mér líf í trú,
svo að ég elski alla menn
já eins í verki og þú.
Anda þú, Andi Guðs,
allri mig hreinsa' af synd,
þar til við höfum orðið eitt
í æðstu guðdómsmynd.
Anda þú, Andi Guðs,
uns allur gefst ég þér.
svo að þín guðleg geisladýrð
æ geti birst í mér.
Anda þú, Andi Guðs.
Óskeikult verði þá,
líf mitt í þessum þjánar heim,
og þér um eilífð hjá.
Höfundur lags: J. Harker
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson