182 - Andi Guðs

Heilagur andi, hjarta fyll þú mitt
heimseðlið fjarlæg, kom þar sjálfur inn.
Kenn mér að elska þig sem allra best,
almættis styrkja lát mig kraftinn þinn.

Ég bið þig ekki‘ um æðri undra sýn
ekki að burtu sviptist huliðs tjald,
ekki að englum opnist himnar hátt,
heldur að fjarlægt verði myrkra vald.

Drottinn, Guð, Herra, hefur þú ei sagt:
Hugur og hjarta, sál mín verði þitt?
Krossinn þinn sé ég, held mig fast við hann,
hugskots þíns leita vill og finna mitt.

Kenn mér að finna kæra návist þín,
kenn mér að bera allt, er þjakar sál,
varhug að gjalda efans illu raust,
iðka þolgæði‘ um svarlaust bænamál.

Kenn mér að hætti engla‘ að elska þig,
alhelgum kenndum fylltu mína sál,
skírn Heilags anda mínum veit,
altari hjartans tendri kærleiksbál.


Höfundur lags: C. Atkinson
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson