181 - Ó, ást, sem faðmar allt

Ó, ást, sem faðmar allt. Í þér
minn andi þreyttur hvílir sig,
þér fús ég offra öllu hér,
í undradjúp þitt varpa mér.
Þín miskunn lífgar mig.

Ó, fagra lífsins ljós, er skín
og lýsir mér í gleði’ og þraut,
mitt veika skar það deyr og dvín,
ó Drottinn minn, ég flý til þín,
í dagsins skæra skaut.

Ó, gleði'er skín á götu manns
í gegnum lífsins sorgarský.
Hinn skúradimmi skýjafans
er skreyttur litum regnbogans
og sólin sést á ný.

Ó, ég vil elska Kristí kross,
er kraft og sigur veitir mér.
Að engu met ég heimsins hnoss,
því Herrann Jesús gefur oss
það líf, sem eilíft er.


Höfundur lags: A. L. Peace
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson