10 - Lofa, sál mín, lávarð himna
Lofa, sál mín, lávarð himna,
legg þitt pund að fótum hans,
friðþægð, læknuð, fyrirgefin,
framar öllum skara manns.
Lofa hann með hallelúja,
hann, kónginn ódauðleikans.
Lofa hann fyr' líkn er veitist
liðsemd feðrum vorum bjó.
Lofa han, er aldrei breytist,
agar víst, en blessar þó.
Lofa hann með halelúja,
hans trúfesti' og dýrð er nóg.
Mildilega með oss fer hann.
Mannsins veikleik þekkir hann
Oss á höndum blíður ber hann,
best úr ánauð leysa kann.
Lofa hann með hallelúja,
hæsta náðargjafarann.
Lofið, allar englasveitir,
auglit hans er megið sjá,
lofið, allt hvar er og heitir
öllum tíma' og geimum frá.
Lofið hann með hallelúja.
Lof þér, Drottins líknin há.
Höfundur lags: J. Goss
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson