177 - Hjarta Jesú hefur

Hjarta Jesú hefur heita ást á þér,
fölskvalausa fagra, fyllri' en nokkur sér.
Hví skyldi' önd þín angrast einsemdar í hyl,
fyrst af elsku Drottinn á svo mikið til?

Vitund Jesú vakir við þér kærleiksglögg
líkt og sumarsólin signir morgundögg.
Hví þá ugga, óttast, angurs hneppt í bann,
fyrst hann elskar alla, alla, sem hann vann.

Verkstjórn Jesú hefur verksvið handa þér
slíkt, sem æðstu englar upphefð teldu sér.
Hví þá starflaus standa, stagla' um verkin fín?
Allir akrar hvítir, uppskeran er þín.

Vistarverur Jesú vistir ætla þér,
fagrar, fullar gleði, friðsælar sem ber.
Hví í angist eigra útigangs að list,
fyrst í himinhæðum hefur búna vist?


Höfundur lags: C. H. Forrest
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson