176 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð
Sjá morgunstjarnan blikar blíð,
sem boðar náð og frelsi lýð
og sannleiksbirtu breiðir.
Þú blessun heims og harmabót,
Þú heilög grein af Jesserót.
Mig huggar, lífgar, leiðir.
Jesús, Jesús, líknin manna,
lífið sanna, ljósið bjarta,
þér ég fagna, hnoss míns hjarta.
Þú dásöm perla, dýr og skær,
Þú djásnið mannkyns, Jesús kær,
Þú eilífð alheimsgleði,
þú himinlilja' í heiminum,
Þitt heilagt evangelíum
er svölun særðu geði.
Herra, Herra, himneskt manna.
Hósíanna! hátign þinni vegsemd,
dýrð og lof ei linni
Lát helgan kærleiks hita þinn
í hjarta mitt sér þrengja inn,
þú kærleikssólin, Kristur.
Þú líknar eik og lífsins tré
það lán mér veit,
á þér að sé ég frjór og fagur kvistur.
Lát mig, lát mig vermast hjá þér,
veit ég á þér vaxa megi
limur þinn ei leyf að deyi.
Mér gleðiljós frá Guði skín,
ef guðleg náðaraugu þín
í miskunn mig á líta.
Þitt heilagt orð, þín árnan góð,
Þíns anda gjöf, þitt hold og blóð
mér hryggð úr hjarta slíta.
Tak mig, tak mig
Þína' í varma ástararma,
að ég hljóti hjúkrun þar og hvíldar njóti.
Ó, Jesús góði, ég er þinn,
ó, Jesús góði, þú ert minn,
Því glaður bölið ber ég.
Hjá þér, ó, Jesús, vist er vís
og vegsemd mér í Paradís,
úr þrautum þangað fer ég.
Amen, amen.
Brátt mín vitja virstu' og flytja
veika brúði
þína heim í helgu skrúði.
Höfundur lags: P. Nicolai
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson