167 - Sonur Guðs vor ástvin er
Sonur Guðs vor ástvin er.
Orð er það, sem dauða vekur.
Hæli býður hann hjá sér,
heljar neyð er skelfa tekur.
Flý þú, sála hrelld, til hans,
hann er vinur syndarans.
Sonur Guðs vor ástvin er.
Oss til lífs hann veginn greiðir,
og oss mót, er mæðumst vér,
miskunnsamur faðminn breiðir.
Flý þú, sála hrelld, til hans,
hann er vinur syndarans.
Sonur Guðs vor ástvin er.
Oss í helgu skírnarbaði
lagði hann að hjarta sér,
hann oss Guði sameinaði.
Flý þú, sála hrelld, til hans,
hann er vinur syndarans.
Sonur Guðs vor ástvin er.
Oss er dauðinn því ei skæður.
Jesús, lífið sanna, sér
sæma lét að kalla' oss bræður.
Flý þú, sála hrelld, til hans,
hann er vinur syndarans.
Ástvin besti, þökk sé þér,
þú oss líknar aumri hjörðu,
vald um eilífð þitt ei þver,
þú ert Guð á himni' og jörðu.
Sálna vinur, sífellt skýrð
sé þér vegsemd, lof og dýrð.
Höfundur lags: J. P. E. Hartmann
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson