163 - Kórónum krýnum hann

Kórónum krýnum hann,
vorn Krist, á himna stól
og látum eilíft óma lof
um alheims gjörvöll ból.
Mín vakna, sál, og syng,
og sjá hann, lífs þíns gjöf
og hyll hann öllum æðstan kóng
út yfir tímans höf.

Vígjum hann kærleiks kóng,
er krossins merki ber
í himinbúa hæstri dýrð,
er helga lotning tér.
En engla ógnan slær
og augu byrgja sín
í angist drúpa, lúta lágt
að líta slíka sýn.

Krýnum hann friðar kóng,
er konungsprota slær
til þagnar vá og vopnagný
um veldin fjær og nær.
Hans vald er eilíft vald.
Nú vefja blómstur smá
þær syndabenjar, sem hann ber
og blíðri ilman slá.

Krýnum hann tímans kóng,
réttkjörinn tíða höld,
skapara alls í æðstudýrð,
er alheims fer með völd.
Dýrð sé þér, Drottinn hár,
er dóst fyrir þinn lýð,
Þér vegsemd ómi endalaus
eilífleg alla tíð.


Höfundur lags: J. Elvey
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson