160 - Ó, blessuð von

Ó, blessuð von, að bráðum kemur hann,
þess bíðum vér.
Þú, heilög von, sem hjartað ljúfast ann,
vor huggun er.
Æ, hversu dimmt og dapurt mundi þá,
ef dýrðarvonin lýsti´ei himnum frá.

Ó, blessuð von, að bráðum endi fær
vort böl og stríð.
Þú, signuð vonin, sorgartár burt þvær,
hve sæl og blíð.
Í hverri þraut í dauðans skugga dal
oss dýrðarvonin halda uppi skal.

Ó, blessuð von, sem bætir fyrir allt,
er brestur á.
Þú ert það hnoss, sem enginn láta falt
til endans má.
Ljómar nú bráðum Drottins dagur kær,
og dýrðarvonin uppfyllingu nær.


Höfundur lags: C.H. Purday
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir