155 - Sjá, eg kem skjótt

Hefjið upp augu mót himnanna stól.
Húmar og syrtir um jarðvistarból
Ofbeldi geisar í allskonar mynd,
ógnandi hryðjuverk, dauði og synd.
Guðleysi magnast við myrkranna fár,
Mannheimur iðar sem flakandi sár.
Vakið og biðjið um visku og þrótt
viðbúnir allir, því sjá eg kem skjótt.

Hefjið upp augum og himnanna stól.
Heillandi skín þaðan kærleikans sól.
Hugdjarfa æska, Ó, vinn þú mitt verk,
vertu í andanum göfug og sterk.
Hlutverk þín bíður að bjarga frá deyð.
Bein öllum mönnum á friðarins leið.
Starfið um daga og starfið um nótt,
starfið án afláts, því sjá eg kem skjótt.

Hefjið upp augun mót himnanna sal,
himinsins dýrð yður veitast þá skal,
guðlegur máttur að sigrast á synd,
sýna í dagfari guðssonar mynd.
Æska, þig hef ég með krossdauða keypt,
kóngstign þér búið, í hjarta mér greypt.
Gef mér nú líf þitt og gerðu það fljótt,
ger það án tafar, því sjá eg kem skjótt.


Höfundur lags: Jón Hj. Jónsson
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson