150 - Hin ljúfa fregn

Ó, hve ljúf er sú fregn, sem að eyrum allra ber
og hér útlegðar dvelja í geim.
Sú, að brátt muni frelsarinn birtast aftur hér
og oss boða í dýrð sína heim.

Hann kemur, kemur, kemur víst ég veit,
kemur annað sinn himnum frá.
Allir pílagrímar halda munu heim
Kristur konungstign krýnast mun þá.


Þá munu' innsigli grafanna rofna' á stað og stund,
þegar ,,steinum velt verður frá”
og milljónir dáinna dauðans vakna' af blund
til þess dagsljósið eilíft að sjá.

Hallelúja, amen, hallelúja á ný.
Sértu heilsteyptur, verðurðu þar.
Ver því kostgæfinn, vongóður, fagnandi og frí
og þá færðu við lífinu svar.


Höfundur lags: J. R. Thomas
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson