148 - Hann kemur senn

Gleðinnar boðskap ég ber,
fagnaðarsöngva ég syng,
fyrirheit frelsarans sjálfs:
Kristur mun koma senn.

Hann kemur senn, hann kemur senn.
Morgunn eða miðjan dag,
síðnótt eða um sólarlag.
Hann kemur senn, hann kemur senn,
hvílíkur dásemdar dagur mun sá.
Drottinn mun koma senn.


Skógarnir yrkja þann óð,
háfjöllin mæla það mál,
hafið og himinn og jörð:
Kristur mun koma senn.

Heima hjá honum í dýrð,
öll er á enda vor nauð.
Fögnum við fætur hans þá.
Kristur mun koma senn.


Höfundur lags: J. W. Peterson
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson