147 - Hann kemur

Hann kemur, hann kemur, vor Drottinn,
hann kemur, já, efalaust brátt.
Hann kemur í skínandi skýi,
þá skoðar hvert auga hans mátt.
Þeim öllum, sem guðstrúna geyma,
með gleði hans tilkomu þrá,
hann lofaði lífinu heima
í ljósinu föðurnum hjá.
Hann lofaði lífinu heima
í ljósinu föðurnum hjá.

Ó, fögnum, vor frelsari kemur
og friðarins langþráða tíð.
Hann kemur, vor ástvinur, aftur,
þá endar vort hérvistar stríð.
Frá ánauð í eymdanna dölum
oss umbreytta hrífur hann þá
og lyftir mót sólbjörtum sölum
til sælunnar föðurnum hjá.
Og lyftir mót sólbjörtum sölum
til sælunnar föðrunum hjá.

Þú, stóra og dýrðlega stundin,
er stefnir mót eilífðar hag,
hin fagra og skínandi fylking
og fagnaðar sungið er lag.
Þá gleymd er hin grátlega saga,
þá Guðs ríkið auga vort sér,
og unaður dýrðlegra daga
með Drottni oss búinn þá er.
Og unaður dýrðlegra daga
með Drottni oss búinn þá er.


Höfundur lags: K. Wendelborg
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir