145 - Á ferðum lífsins
Á ferðum lífsins mæta mér
Oft mótgangs stormar, sorga él.
Þó fæ ég glaðst í hug ef hef
þá heim á leið mín ganga er.
Hin nýja jörð í nálægð skín,
svo nálæg, Jesús, koma þín.
Þig fæ í dýrð, minn Drottinn, sjá.
Hve djúpa gleði öðlast þá.
Ég villist títt, ei veginn finn,
því villugjarn er heimurinn.
En boð þín, Jesús, benda þá
svo blítt hinn rétta veginn á.
Mér dásöm framtíð ætluð er,
því eilíft líf þú gefur mér.
Á nýrri jörðu frið ég finn,
og fæ þig lofa, Drottinn minn.
Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Björk