139 - Lyftið höfði, lýður Drottins

Lyftið höfði, lýður Drottins,
lítið sorganna manninn hér.
Hvílíkt dýrð! Sjá, sigurhetjan
sigrihrósandi'af hólmi fer.

Krýnið Drottin, krýnið Drottin,
krýnið Drottin
sigurkransinn sæmir þá
sigurvegarans hetju brá.


Englar, krýnið frelsis furstann,
fært sem hefur oss dýran sjóð.
Konungs hástól honum fáið,
himna lofsyngi gjörvöll þjóð.

Krýnið Drottin, krýnið Drottin,
krýnið Drottin
frelsis furstann krýnið kóng,
frelsis furstann krýnið kóng.


Þyrnikransi krýndur var hann,
kraminn af neitun syndugs manns.
Látið helgan himnaskarann
hylla dýrðlega nafnið hans.

Krýnið Drottin, krýnið Drottin,
krýnið Drottin
sigurframa frægið þann,
sigurframanum frægið þann.


Heyrið samtillt sigurhrópin,
sigurhljómanna ómþungann.
Hásætið fær herrann Kristur,
hyllið nafnið, er sigur vann.

Krýnið Drottin, krýnið Drottin,
krýnið Drottin
Drottinn drottnanna krýnið hann.
Konung kónganna krýnið hann.



Höfundur lags: W. Owen, M. West radds. 1984
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson