136 - Þá gaumgæfi ég Kristi kross
Þá gaumgæfi ég Kristí kross,
þar kóngur dýrðar háðung leið,
er auðlegð mín sem ógilt hnoss,
mín upphefð fánýt smán og deyð.
Lát hrokann aldrei hreppa mig,
lát hrós mitt verða Drottin Krist.
Allt fánýtt mest, er falar sig
sem fjötra af mér jafnan rist.
Sjá, höfði, höndum, fótum frá
þar falla straumar kærleikans.
Hve sektin djúp og syndin flá
hér saman vinna þyrnikrans!
Þótt væri jörðin eign mín öll,
sú alltof reyndist gjöfin smá.
Slíkt kærleiks djúp úr himna höll
vill hug minn, líf og allt mitt fá.
Höfundur lags: E. Miller
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson