97 - Heyrið söng
Heyrið söng, himneskan söng,
nóttin er liðin löng.
Hlustið á kærleikans heilaga óð,
hlustið á englanna fagnaðarljóð:
Fæddur er frelsari vor.
Fæddur er frelsari vor.
Heyrið söng, himneskan söng,
nóttin er liðin löng.
Engillinn flytur oss fagnaðarorð,
fögur, sem óma um haf og um storð:
Jesús er fæddur á jörð.
Jesús er fæddur á jörð.
Heyrið söng, himneskan söng,
nóttin er liðin löng.
Jesús, vor Herra, frá himnanna sal,
hingað er kominn í táranna dal.
Ó, hvílík elska og náð.
Ó, hvílík elska og náð.
Boðar frið ljósengla lið,
opið skín himna hlið.
Sólskinið streymir í sál mína inn,
sælunnar uppsprettu hjá þér ég finn,
líknsami lausnari minn.
Líknsami lausnari minn.
Heyrið hljóm, himneskan óm,
engla róm, hörpu hljóm.
Guð vor og faðir hann sendi sinn son,
sem er vor einasta huggun og von.
Drottni sé heiður og dýrð.
Drottni sé heiður og dýrð.
Höfundur lags: F. Gruber
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson