134 - Yfir krossi Krists

Yfir krossi Krists ég fanga,
kærleiks undri Guðs og manns,
hunduðu ljósin helgra sagna
hverfa fyrir geislun hans.

Eftir því sem fleiri'og fleiri
fölna lífsins stundarhnoss,
eftir því er meiri' og meiri
meinaléttir Drottins kross.

Þó að völtu vinaskjólin
veiti fró um stundar bil,
krossinn er hin sanna sólin,
sem þeim gefur ljós og yl.

Fögnuð vorn og grát í geði
göfgar jant hinn helgi kross.
Þýðing lífs í þraut og gleði
þaðan fegurst skín við oss.

Yfir krossi Krists ég fagna,
kærleiks undir Guðs og manns,
hundruð ljósin helgra sagna
hverfa fyrir geislun hans.


Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Matthías Jochumsson