133 - Sá var einn

Sá var einn, sem var fús til að láta sitt líf,
til að leysa mig dauðanum frá,
fús að særast á krossi, svo svipt yrði burt
allri synd, sem á herðum mér lá.

Syndin negld er á kross, syndin negld er á kross,
mína vanvirðu' hann viljugur bar,
haldinn angist og pín,
Jesús afbrotin mín
bar á krossi, þá kvalinn hann var.


Meðan hjarta mitt saurgað af syndum hann þvær,
hann mér svalar af elskunnar lind.
Engar knýjandi sakir þar koma til máls,
því á krossinn er negld öll mín synd.

Ég vil ganga með Jesú og gefast eigi' upp,
ég vil glaður á ævinnar leið l
áta lofsöngva hljóma af hjarta og munn,
þar sem horfinn er synd mín og neyð.


Höfundur lags: G. C. Tullar
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli