129 - Minn hirðir er Drottinn
Minn hirðir er Drottinn, mig brestur ei neitt.
Á grænum grundum hann gefur mér hvíld
og leiðir að vötnum, þar næðis ég nýt,
hann sál mína hressir, ég óttast ei,
hann sál mína hressir, ég óttast ei.
Þó gangi ég gegnum hinn dimmasta dal,
þá styrkir þinn stafur og huggar mig.
Þú fyllir minn bikar með blessun og náð.
Um eilífð svo dvel ég, minn Drottinn, hjá þér,
um eilífð svo dvel ég, minn Drottinn, hjá þér.
Höfundur lags: L. Kochat
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson