128 - Í trjágarðinum

Innra í trjágarðinn gekk hann einn
Guðs sonurinn hreinn.
Örmagna stríddi hann aleinn þar
og ógnir synda bar.
Ei meðaumkun hlaut hann mönnum frá,
en mild voru trén og höfg á brá
og þyrnirunnurinn þögull sá,
er Guðs sonur gekk þar einn.

Innra frá trjánum hann aftur vék
út í hildarleik.
Sigurinn ríkti í svip hans þá,
en sverði dauðinn brá.
Þeir felldu hann grimmir í fjötra þar
og færðu hann út til pyndingar,
á krossinum líf hans lostið var
í sorglegum syndar leik.


Höfundur lags: P. C. Lutkin
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson