127 - Í grasgarðinum
Ég kem inn í grasgarðinn einn
meðan glóir árdögg á rósum.
Þar ég heyri óm líkt og Herrans róm
und himni morgunljósum.
Hann er yfirgefinn af öllum þar,
hann berst einn í ströngustu þraut,
vegna alls, er vér höfum allir drýgt,
og alls þess, er synd vor braut.
Hann biður með brennheitum hreim,
svo að bergmál hlustandi kvaka.
Þessa undra raust heyri' eg endalaust
í eyrum mínum vaka.
Mig langar á lausnarans fund
til að létta þjáningadróma.
Meðan grúfir nótt vil ég ganga hljótt
á Getsemane dóma.
Höfundur lags: C. A. Miles
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson