121 - Jesús grætur, heimur hlær

Jesús grætur, heimur hlær,
hismið auma síkátt lifir,
syndaþrællinn séð ei fær
sverð, er höfði vofir yfir,
sál hans viðjum vefjast lætur,
veröld hlær, en Jesús grætur.

Jesús grætur, hjartað hans
hrellir mannkyns bölið sára,
sálarglötun syndugs manns
séð fær gæskan ei án tára.
Vitnið, dagar, vottið, nætur,
veröld sekri: Jesús grætur.

Jesús grætur, orð hans er:
Ánauð þig, minn lýður, reyrir,
Ó, að vissuð aumir þér,
Yðar hvað til friðar heyrir!
Munið, synir manna' og dætur:
Meini' af yður Jesús grætur.

Jesús grætur, grátið þér,
Guð er þrátt með brotum styggið.
Glötun búin yður er,
ef í synd þér fallnir liggið.
Heimur, á þér hafðu gætur.
Heimur, sjáðu: Jesús grætur.


Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson