113 - Þú, borgin litla Betlehem

Þú, borgin litla Betlehem, hve blessuð ró þín er.
Þú átt þinn hjúp og draumlaust djúp. Þig dáir stjarnaher.
Það skín á skuggavegum hið skæra himinljós.
Guðs mildi son, er mannkyns von og máttur þinn og hrós.

Þið, morgunstjörnur, miklið Guð og mönnum boðið frið,
um Drottin Krist og dýrarvist, þá dásemd birtið þið,
og englar yfri vaka þeir, undrast Herrans mátt
og bjargráð hans til brotlegst manns, sem birtist þessa nátt.

Og daggir himins drupu’ á jörð, þar dreypti' á mannkyn þreytt,
svo undurrótt og hægt og hljótt var heimi gjöfin veitt.
Hún kom frá himinhæðum að hugga syndarann.
Og hógvær sál fær himneskt má, sem hyllir frelsarann.

Þú, helga barn í Betlehem, sem borinn varst á jörð.
Hún þvær burt synd þín lífsins lind, þig lofar englahjörð.
Og mönnum boð þau bera, að brátt er sigrað hel.
Þú góður ert og gjöf mín sért, ó, Guð, Immanúel.


Höfundur lags: L. H. Redner
Höfundur texta: Hugrún