109 - Svo fjarri í jötu

Svo fjarri í jötu, svo fagur að sjá
minn frelsarin góður í heyinu lá
og stjörnurnar ljómuðu'og lýstu þar inn,
sem liggjandi' í jötu svaf frelsari minn.

Og dýrin hann vakandi umkringdu öll
og umhverfið breyttist í skínandi höll.
Ó, ver hjá mér, Drottinn, og vak yfir mér,
svo villist ég ekki í burtu frá þér.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Hannes Flosason