93 - Friður, friður frelsarans
Friður, friður frelsarans,
finni leið til sérhvers manns.
Yfir höf og yfir lönd
almáttug nær drottins hönd.
Hans er lífið, hans er sól,
hann á okkar björtu jól.
:,: Börn við erum börnin smá,
börn, sem Drottinn vakir hjá. :,:
Friður, friður fögur jól,
frelsarinn er vörn og skjól.
Verum örugg, verum trú,
verum glöð á jólum nú.
Veitum öðrum von og yl
vermum allt sem finnur til.
:,: Börn við erum börnin smá,
börn, sem Drottinn vakir hjá. :,:
Friður sé um fold og haf
friðarboðskap Jesús gaf.
Fátækur hann fæddur var,
faðir ljóssins þó hann var.
Ljóssins faðir, ljós þín skær
lýsi öllum nær og fjær.
:,: Börn við erum börnin smá,
börn, sem Drottinn vakir hjá. :,:
Höfundur lags: F. Mendelsson
Höfundur texta: Ingólfur Jónsson