85 - Þegar veröld mig blekkir

Þegar veröld mig blekkir,
er vísað á leið,
Það er vakað í náð yfir mér.
Hann, sem endirinn sér,
veit, hvar gatan er greið
Og hvað glepur og þungbærast er.
Þegar daprast mér sýn,
engin dagstjarna skín,
og í dimmunni villtur ég fer,
þá er vísað á leið,
þá er verndað frá neyð.
Það er vakað í náð yfir mér.

Það er elskað og vakað og yfir mér skín
föðurásjóna björt eins og sól.
Allt er geislandi bjart, ekkert glepur mér sýn,
því að Guð er mér hæli og skjól.
Þegar geð mitt er rótt,
Allt er heilagt og hljótt,
Allur heimurinn brosmildur er.
Og það veitir mér frið,
að ég veit mér við hlið
hann, sem vakir í náð yfir mér.


Höfundur lags: G. C. Tullar
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila