81 - Tuttugasti og þriðji Davíðssálmur

Drottinn er dag hvern minn hirðir,
í engu hann ætlar mér bresta.
Á grundunum grænu ég hvílist,
hjá vötnum ég næðist má njóta.

Sannlega óttast þarf eigi,
ekkert fær lamað mitt þor.
Hann leiðir mig lífsins á vegi,
ef lifi fyrir hann hvert mitt spor.


Og sál mína sífellt hann hressir,
og vísar mér rétta um vegu.
Þótt ferðist um dimman dalinn,
ei óttast því ávallt ert hjá mér.

Þinn sproti og stafur æ hugga mig,
og borð þú mér býrð ávallt fyrir mig.
Með olíu helgar mitt höfuð.
Minn bikar er barmafullur.

Já, gæfa og náð munu nægja mér
og fylgja á ferðinni minni.
Í húsi míns Drottins ég dvel.
Þar óttalaust æfinnar daga.


Höfundur lags: Árni Hólm
Höfundur texta: 23. Davíðssálmur - Árni Hólm aðhæfði

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila