74 - Á einum Guði' er allt mitt traust

Á einum Guði' er allt mitt traust,
engu skal ég því kvíða,
angur míns hjarta efalaust
á sér hans mildin blíða.
Enn þó hörmungar efnin vönd
á mig frekt geri' að leita,
almáttug Drottins hægri hönd,
hún kann því öllu' að breyta.

Mannanna stoð og styrkur bregst,
stofnar það oft til nauða,
ævin með sorgum áfram dregst,
endar loksins með dauða.
Þá hljóta skiljast hold og önd
og hérvist lífsins dvínar,
almáttug Drottins hægri hönd,
hún geymi sálu mína.

Í mínum Guði' eg huggun hef,
hverju sem öðru sætir,
mig á hans vald og vilja gef,
veit ég það, hann mín gætir,
þó synda, eymda' og sorgar bönd
sárt vilji hjartað meiða,
almáttug Drottins hægri hönd,
hún mun þau af mér greiða.

Trúr er minn Guð, sem treysti' eg á,
trúr er Jesús, minn Herra,
hans blessuð forsjón best mun sjá,
nær böl og eymd mín skal þverra.
Sem bylgjur hafs við sjávarströnd
sín takmörg ei forláta,
eins skammtar Drottins hægri hönd
hverri sorg tíð og máta.


Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Hallgrímur Pétursson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila