70 - Mikil er miskunn þín

Mikil er miskunn þín, máttugi faðir.
Ei þekkir breyting þitt alvisku ráð.
Aldir þó hnigju í eilífða djúpið
umhverfing varð ei um nafnið þitt skráð.

Mikil er miskunn þín,
mikil er miskunn þín,
óbrigðult vakri þitt algæsku ráð.
Lífsþarfir allar með ástúð þú seður.
Mikil er miskunn þín,
máttuga náð.


Vetur og sumar og vortíðin blíða,
veröldin gjörvöll og alheimurinn
vottfesta ástríka umhyggju þína,
eilífa miskunn og kærleikann þinn.

Þú veitir mátt til að starfa og stríða,
styrk til að umbreyta dauðleikans mynd,
leiðir mig, Herra, með hendinni þinni,
helgar og leysir frá dauða og synd.


Höfundur lags: W. M. Runyan
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila