65 - Helgur, helgur, helgur

Helgur, helgur, helgur, Herrann, alvaldur,
árla dags vor óður skal hefjast hátt til þín.
Helgur, helgur, helgur, miskunnsamur, máttkur
altign þín ríkir, eilífðin þér skín.

Helgur, helgur, helgur, englum aldáður,
kórónum þeir varpa á glerhafs gullinn sjó.
Tugþúsundum tjá þér, tilbeiðslu og ljá þér,
sem varst og ert, um eilífð ríkir þó.

Helgur, helgur, helgur. Þó sorta sveiptur,
þyldi engin dýrð þína mannleg sjón að sjá.
Einn ert þú alhelgur, enginn annar slíkur,
hreinleikur alger, ást og vald þér hjá.


Höfundur lags: J. B. Dykes
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila