63 - Kom, himna konungur

Kom himna konungur.
Kenn oss almáttugur
tign þér að tjá.
Drottinn vor dýrðlegur
alsigri íklæddur
um aldir eilífur
eilífðum frá.

Kom helgi huggari,
himnanna vitnandi,
hagstæð er stund.
Þú sem átt allan mátt,
eig hvern vorn hjartaslátt
frá oss ei fara mátt,
leið máttkri mund.

Þú einn ert alvaldurinn.
Verði' á jörð vilji þinn
frá strönd að strönd.
Vald þitt og visku þá
veit oss í dýrð að sjá
um eilífð æ þér hjá
ljósheima lönd.

Frelsari fögnum þér.
Friðþæging skuldum þér.
Drottinleg dáð.
Dýrð hæsta áttu einn
alvaldur sigurhreinn
alheimsins augasteinn,
eilífa náð.


Höfundur lags: F. de Giardini
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila