62 - Ó, ljósanna Guð

Ó, ljósanna Guð, þú ert lýsandi sól
og lífsafl er tilveru sérhverja ól,
í fylling þess alls, sem á framleiðsstig
hver frumgeisli lífsins er tengdur við þig.

Með víðsýni hugans ei hægt er að sjá
þá hæð eða dýpt, sem þinn vísdómur á.
Þó ert þú í sérhverri örsmæddar deild
sem eining og fullkomin vitundar heild.

Er skoða ég himinsins skýlausa haf
og skínandi kvöldroðans purpuravaf
svo guðdómlegt málverk á heimdjúpin þönd
þú gjörðir með alvísri meistara hönd.

Sólnanna sporbraut um allt er sem eitt
af anda þíns vísdóms og krafti framleitt.
Í jafnvægi alheildar öllu sem var,
með ómælis rúmtaki heldurðu þar.

Þá himinninn rofnar við skruggunnar skell
og skelfur hver tindur en duna við fell,
það er samt þú taldir í eldingum þá,
sem ógnandi Guð þínu hásæti frá.

Eru stormbylur þýtur um storð og um sæ,
Þinn styrk og þinni mikilleik skynjaði ég fæ.
Í afltökum vindarins eitthvað það býr,
sem önd minni til þín með lotningu snýr.

Í hvíslandi vorblænum heyri' eg þinn róm,
er hálfvakin reisirðu' úr duftinu blóm
Með ásthlýjum tónum og unaðarþrá
fer ylur þinn Drottinn um blómlöndin þá.

Ég krýp þér, ó Guð! sem að gjörði allt vel.
Ó, Guð! Þinni miskunn ég önd mína fel.
Við aldanna framrás, í eilífðar hyl
sem endir og byrjun þú verða munt til.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Sveinbjörn Björnsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila