58 - Guð hæst á himnum ríkir

Guð hæst á himnum ríkir.
Öll heimsbyggð fagni því.
Með gleði fyrir hástól hans
lát hefja söng á ný.
Hans lof um aldir ómi frá
öllum lífisins her.
Öll tignarvöld þeim lúti lágt,
er lofið einum ber.

Guð hæst á himnum ríkir,
já, hæstur alls, sem er.
Hann felur himin haf og jörð
í hendi máttkri sér.
Ó, krýnið nafn þess konung
með kosta heiðri'og sæmd,
Uns jarðar ystu endimörk
öll eru honum dæmd.

Guð hæst á himnum ríkir
Of heimsins tímaþröng.
Nú fyllum helgidóma hans
Með hæsta gleðisöng.
und merki hans hið mikla
allt mannkyn fylki sér
og krýni alheims konung þann,
er kóngstign einum ber.


Höfundur lags: H. P. Danks
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila