57 - Eilífi faðir

Elífi faðir, sem alheimi stýrir!
Allt, sem þú skapaðir, himinn og jörð,
vísdóm inn, kærleik þinn, veldi þitt skýrir,
vegsamar nafn þitt öll lifenda hjörð.
Skyldi ég þá ískaldur einn eftir standa,
aldrei með þakklæti minnast á þig?
Nei, ég vil lyfta nú upp mínum anda,
upp til þín Guð min, er blessaðir mig.

Áður en lærði ég nafn þitt að nefna,
Náð þú mér sýndir og föðurlegt þel.
Gjörvallra minna þú gætt hefir efna,
geymt mig í hættum og aðstoðað vel.
Þegar ég sjálfur ei skynjaði’ og skildi
skammsýnn, hvað hagaði líkama'og önd,
ætíð þitt forsjónar auga mér fylgdi,
ætíð mig leiddi þín forsjónarhönd.

Það er ei reiði þótt reyna vér megum
Raunir og þrautir og andstreymi títt.
Náðugan föður vér ætíð þig eigum,
enda þú lætur hið strangasta blítt.
Oft nær ég þreyttur af erfiði stundi,
eilífar lindir mér svöluðu þá.
Harmanna skúr er af hvörmunum dundir,
himneskir ylgeislar þerruðu brá.

Tæpt er á stigunum hált er í heimi
hyllir mig veröldin þrátt eftir sér.
Oft ég í sollinum sjálfum mér gleymi,
sjónar á himninum missi' eg og þér.
Aldrei þú, faðir minn, Guð mér þó gleymir
gætir mín ætíð þín verndandi náð.
Niður í sál mér frá sól þinni streymir
sannleikans á ljós þitt, er birtir þitt ráð.

Því vil ég lyfta nú uppi mínum anda,
upp til þín Guð minn, er blessar svo mig.
Aldregi kaldur sem ís vil ég standa,
aldrei að vanrækja' að minnast á þig.
Vísdóm þinn, kærleik þinn, veldu þitt skýrir,
vegsamar nafn þitt öll lifenda hjörð.
Eilífi faðir, sem alheimi stýrir,
eilíft lof syngur þér himinn og jörð.


Höfundur lags: Frá 18. öld
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila