56 - Ég syng hinn mikla mátt

Ég syng um Drottins mikla mátt,
er skóp hin fögru fjöll,
er sjávardjúpum setti lög
og reisti himna höll,
um visku þá, er setti sól
að lýsa ljósan dag
og mána'og stjörnum lagði leið
í nætur blíðum brag.

Ég syng um mikla gæsku Guðs,
er fæðu fyllti jörð og
dýrin skóp fyr' alvalds orð,
svo guðdómlega gjörð.
Þau undraverk um allt ég lít
á jörð og himni hátt.
Þau tala einni tungu' í senn
og mikla Drottins mátt.

Hér finnst ei nokkur jurt á jörð,
er dýrki' ei Drottin sinn
og skýin hefja vinda völd
og heiðra hástól þinn.
Allt líf á jörð er líf frá þér
og þiggur þína náð.
Í öllu því, sem augað sér
er náðarnafn þitt skráð.


Höfundur lags: G. F. Root
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila