1 - Ég á mér hirði (Mótsöngur 1998)

Ég á mér hirði hér á jörð,
sem hefur gát mér á.
Hann blessar mig og býður nægð,
mig bresta ekkert má.

Ef eigra ég um eyðisand
og enga leið ég finn,
hann leiðir mig á græna grund
og greiðir feril minn.

Við vötnin hans ég næðis nýt,
svo nærist sál og líf,
hans helga nafn mér vísar veg,
og veitir skjól og hlíf.

Þótt fari ég um dimman dal
er Drottinn samt mér hjá.
Ég trúi’ á hann og ekkert illt
mér ótta vekur þá.

Ég styðjast vil við staf þinn, Guð,
mig styrkir sproti þinn.
Í hverri neyð þú býrð mér borð
og bikar fyllir minn.

Já, fylgja mun mér gæfa Guðs,
sem gengur mér við hlið
og alla daga ævinnar
ég á hans náð og frið.


Höfundur lags: Jessie S. Irvine
Höfundur texta: 23. Davíðssálmur - Svavar A. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila