44 - Himinn sveipar foldu frið

Himinn sveipar foldu frið,
fölnar dagur náttmál víð.
Tef, er nóttin tignar fín
tendrar næturljósin sín um allan geim.

Helgur, helgur, helgur,
hásala Guð.
Handa verkin vitna'um þig,
vegsama og tigna þig,
hinn hæsta Guð.


Herra lífs, í hásal þinn,
himna hvelfing, drag þú inn
alla, sem þitt auglit þrá,
elsku þína'að reyna'og sjá í nálægð nú.

Þegar dökkvans dýpka stund,
Drag oss á þinn kærleiksfund
Upp um dýðraleg stjarna stig,
Stöðugt þó, sem hylja þig í hæstri hæð.

Loks í heimi'er hinstu nótt
hverfa' oss stjörnur, dagur, nótt,
lífsins Herra, lát oss þá ljósdýrð
eilífðanna sjá við skugga skil.


Höfundur lags: W. F. Sherwin
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila