42 - Ver hljóður

Vér hljóður, ver hljóður í heilagri kyrrð,
Þá heyrir þú rödd Guðs í nálægð og firrð.
Gakk hljóðlega, hljóðlega, Guð þinn er hér.
Gakk hljótt, því hann býður þér nálægjast sér.

Vér hljóður, ver hljóður. Það heilög er stund,
Er hljóðlega gengur þú Drottins á fund.
Gakk hljóðlega, hljóðlega, Guð þinn er hér.
Gakk hljótt, því hann býður þér nálægjast sér.

Vér hljóður, ver hljóður og hugprúður bið.
Í hljóðleika öðlast þú guðsríkið frið.
Gakk hljóðlega, hljóðlega, Guð þinn er hér.
Gakk hljótt, því hann býður þér nálægjast sér.

Vér hljóður, ver hljóður, þitt hjarta sér rótt.
Í hljóðleikann sækir þú guðlegan þrótt.
Gakk hljóðlega, hljóðlega, Guð þinn er hér.
Gakk hljótt, því hann býður þér nálægjast sér.


Höfundur lags: W. H. Doane
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila