380 - Því bjarginu, sál mín

Því bjarginu, sál mín, byggðu á,
sem bifað ei nokkuð getur,
þar áttu þeim vini athvarf hjá,
er öllu reynist betur.

Á bjarginu bygg,
á bjarginu bygg,
á aldanna bjargi þitt byggðu
traust, það blessast efalaust.


Bygg öruggt á Drottins orði
trú, en ekki á boðum manna,
öll stórviðri af þér stendur þú,
ef styðst við kenning sanna.

Bygg ekki á sandi, sála mín,
er svíkur, þá regn á dynur.
Á Jesú sé bjargfest bygging þín,
sú bygging aldrei hrynur.

Þinn klettur og háborg hann er einn,
á honum er gott að byggja,
já ekki fær bjargað annar neinn,
þá yfir élin skyggja.


Höfundur lags: F. E. Belden
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila