454 - Heyr börn þín

Heyr börn þín, Guð faðir, sem biðja þig nú,
að blessuðum faðmi sig umvefjir þú.
Ó, seg: "Verið hugrökk, mín vernd ykkur ver,
ég veg ykkar greiði, ég stoð ykkar er."
Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.

Þú eilífi Guðs son, er heims bættir hag,
ver hjá þessum brúðhjónum gestur í dag.
Ó, seg: "Ykkar heimilis vinur ég verð
og vörður og leiðtogi á ævinnar ferð."
Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.

Það hjartnanna samfélag helgaðu þér,
Guð heilagur andi, sem byrjað nú er.
Ó, seg: "Fetið blessuð hvert samleiðarspor
og sí lifið blessunar indælast vor."
Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.

Þú hátt lofuð þrenning, lát hjúskaparstétt
með hvers konar dyggðum þig vegsama rétt.
Ó, seg: "Öllum hjónum, sem hjálp mína þrá
og hjörtun mér gefa, ég miskunn vil tjá."
Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.


Höfundur lags: J. P. E. Hartmann
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila