440 - Þú blíði barnavinur

Þú blíði barnavinur, vér biðjum þig í dag
að blessa ungu börnin og bæta þeirra hag.
Með alúð margur annast sinn aldingarð og blóm,
en blessuð ungu börnin þau blikna eins og hjóm.

Þú blíði barnavinur, þín börn um víða jörð
þú elska vilt og annast, þau eru, Guð, þín hjörð.
Og oss þú býður einnig að annast þessi blóm,
svo aldrei á þau falli hið illa synda gróm.

Þú blíði barnavinur, lát börn þín, Jesús, hér
í leik og starfi lifa til lofs og dýrðar þér.
Ó, kenn þú oss að annast hin ungu vonarfræ,
við sól og dögg frá Drottni, er dafna sí og æ.

Þú blíði barnavinur, lát blómin ilma hér,
lát roðna vel þær rósir, er ræktað höfum vér.
Þú elskar ungar sálir, þú elskar lítil börn,
hjá þér þau eiga athvarf, þú einn ert þeirra vörn.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila