438 - Vér erum hugrökk hersveit

Vér erum hugrökk hersveit,
oss hrellir ekki neitt.
Þá von, sem innra eigum
vér öðrum getum veitt.
Svo fram í einhug örugg.
Á undan Kristur fer.
Hans merki hátt vér hefjum
og honum fylgjum vér.

Áfram öll ung og snjöll,
öll að vinna heimsins lönd.
Áfram öll ung og snjöll,
upp með bæði hug og hönd.
Áfram þá, ung og frá,
aðventboðskap flytjum lýð.
Drottins verk vinnum sterk,
vinnum drottins heilagt stríð.


Hvert lítið góðverk getur
til giftu miklu breytt.
Og æskulýð til lífsins
þú leiðsögn getur veitt,
og föllnum, hrjáðum heimi
hinn hinsta boðskap flutt.
Og sundurkraminn, kvíðinn,
til Krists vér getum stutt.

Ó, kenn oss dýrðar Drottinn,
dag hvern dag að vígjast þér.
Og verk þitt jafnan vinna
í veröld hvar sem er.
Oss ungum, glöðum gefðu
að gera vilja þinn,
svo lýðum ljós upp renni
og lausnardagurinn.


Höfundur lags: V. S. Metcalfe
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila