437 - Vér biðjum þess

Vér biðjum þess að blessist skóli vor
og björt og farsæl verði þeirra spor,
sem hingað koma' að sækja lærdóm sinn
með sól í augum, bernsku ljóma' á kinn.

Vér biðjum þess, sem æðst er alls og mest,
að oss sé veitt sú líkn, sem hjálpar best,
að leiði Herrans hönd hinn unga gest,
sem hreinn í lund við skólaborðið sest.

Í veröld manna mörg er leiðin hál
og margur háskinn búinn ungri sál.
Því fylli ljómi' og kraftur öll þau orð,
sem eru sögð og skráð við þessi borð.

Vér biðjum Guð að blessa skóla vorn.
Hér blómgist saman þekking ný og forn.
Svo blessist hver, sem frá oss burtu fer,
hann finni Drottin vaka yfir sér.


Höfundur lags: W. H. Monk
Höfundur texta: Helgi Sveinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila