432 - Fram til að bjarga þeim

Fram til að bjarga þeim, heimurinn hefur
höndlað og dregið á spillingar leið,
raunir að sefa og reisa þá föllnu,
ryðja þeim veginn að frelsunar meið.

Fram til að bjarga og boða þeim föllnu,
blessaða kærleikans háleita mál.


Frelsarinn lætur sinn ástarfaðm opinn
öllum, sem snúa sér spillingu frá.
Fram því að þrýsta og laða og leiða,
lífið í trúnni svo vakni þeim hjá.

Svo er ei hjarta neitt vonskunni vafið,
við því ef snert er með kærleikans hönd.
að þar ei náist þeir hljómar, sem hefja
hugsun og vilja á friðarins lönd.

Fram til að bjarga, það býður oss Jesús,
boð hans að rækja hann þróttinn oss lér.
Afturhvarf boðum og öllum það tjáum,
að fyrir mannkynið dáinn hann er.


Höfundur lags: W. H. Doane
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila