430 - Elska til þín

Auktu mér kærleiks kennd
Kristur, til þín.
Heyr, þá ég bljúgur bið
bænar orð mín.
Einlæg heyr andvörp mín:
Enn meiri ást til þín,
elska til þín, elska til þín.

Höndla ég hugði mér
heimsgæðin flest.
Einan nú þrái þig,
það veit mér best.
Eins biður bænin mín:
Enn meiri ást til þín,
elska til þín, elska til þín.

Þó sorg mig sæki heim,
sár neyð og kvöl,
ljúf reynist líknin þín,
læknar allt böl.
Best er þá bænin mín:
Enn meiri ást til þín,
elska til þín, elska til þín.

Hinstu þá nálgast nótt
návista rof,
hugur og hjarta rótt
hvísla þér lof.
Alsíðstu andvörp mín
yrði sú bæn til þín:
Elska til þín, elska til þín.


Höfundur lags: W. H. Doane
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila