426 - Starfa, því nóttin nálgast

Starfa, því nóttin nálgast,
nota vel æviskeið,
ekki þú veist, nær endar
ævi þinnar leið.
Starfa, því aldrei aftur
ónotuð kemur stund,
ávaxta því með elju
ætíð vel þín pund.

Starfa, því nóttin nálgast,
notaðu dag hvern vel,
starfa með ugg og ótta,
arðinn Drottni fel.
Starfa, þú stendur eigi
styrkvana' í heimi hér.
Vanti þig ekki viljann,
vís er hjálpin þér.

Starfa, því nóttin nálgast,
nóg hér að vinna er,
Guð þér af gnægtum sinnar
gæsku kraftinn lér.
Starfa með bæn og biðlund,
blessast þá allt þitt ráð,
víst mun þeim, vel er biður,
veitast allt af náð.

Starfa, því nóttin nálgast,
niðdimm, er hvílist hold
dauðans í dróma bundið
djúpt í kaldri mold.
Starfa í trú, þá styður
sterk þig og voldug hönd.
Herranum Jesú hæstum
helga líf og önd.


Höfundur lags: L. Mason
Höfundur texta: Jón Helgason

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila