420 - Hvöt

Nú er döpur lægð í landi,
ládautt mollutímabil,
líkast því sem enginn andi,
engin sál sé framar til,
þarft er nenni verk að vinna,
vel er kalla megi leyst.
Má hér ekkert framtak finna?
Fær það engan veginn breyst?

Svara, ungur aðventisti.
Upp til starfs með djarfri lund.
Nógan átt þú kraft í Kristi,
kraft, sem engin telja pund.
Kveiktu óslökkvandi elda
allstaðar um myrkan heim.
Flýt þér áður fer að kvelda,
fjölga lát sem óðast þeim.

Brenndu allar rotnar rætur,
ríf burt hverja visna grein.
Vinn um daga, vak um nætur,
vinn, og dreptu sérhvert mein.
Lát svo prúða stofninn standa
styrkum rótum bjargi á.
Auk hans þroska vel og vanda,
vítt svo heimur megi sjá.

Þú ert grein á þessum stofni.
Þaðan færðu andans líf,
hreinsuð komin elds úr ofni,
yfir hafin dauðans kíf.
Sjá nú. Öllu orka máttu,
aðeins viljir, getur þú.
Starfið bíður. Í því áttu
æðstu launin. Byrja nú.


Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila